67. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 30. maí 2016 kl. 12:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 12:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 12:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 12:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 12:00
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 12:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 12:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 12:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 12:00

Líneik Anna Sævarsdóttir boðaði forföll.
Birgitta Jónsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) 668. mál - fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti Kl. 12:00
Nefndin ákvað að afgreiða málið með nefndaráliti. Að álitinu standa, Frosti Sigurjónsson, Willum Þór Þórsson, Brynjar Níelsson, Vilhjálmur Bjarnason, Sigríður Á Andersen, Katrín Jakobsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Guðmundur Steingrímsson. Þau þrjú síðastnefndu skrifa undir álitið með fyrirvara. Líneik Anna Sævarsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritar undir álit þetta í samræmi við 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

2) Önnur mál Kl. 12:30
ekki var fleira gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 12:30